Fjármál og ársreikningur
Ársreikningur
Ársreikningur
Ársreikningur samstæðunnar fyrir árið 2022 er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Ársreikningur samstæðunnar hefur að geyma ársreikning Brims hf. og dótturfélaga þess.
Rekstur ársins 2022
Rekstrartekjur Brims hf. árið 2022 námu 450,9 m€ samanborið við 387,9 m€ árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 117,7 m€ eða 26,1% af rekstrartekjum, en var 93,2 m€ eða 24,0% árið áður. Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld voru 4,2 m€ samanborið við 3,6 m€ árið áður. Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 2,0 m€ en voru 0,8 m€ árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 99,1 m€ samanborið við 94,7 m€ árið áður. Gjaldfærður tekjuskattur nam 19,8 m€ en var 19,5 m€ árið áður. Hagnaður ársins var því 79,3 m€ en var 75,2 m€ árið áður.
Meðalfjöldi ársverka árið 2022 var 713 en var 762 árið 2021. Laun og launatengd gjöld námu samtals 93,5 m€ samanborið við 78,5 m€ árið áður (13,3 milljarðar króna á meðalgengi ársins samanborið við 11,8 milljarða árið áður).
Rekstrarreikningur 2022
2022 | 2021 | |
---|---|---|
Seldar vörur | 450.928 | 387.931 |
Kostnaðarverð seldra vara | (321.760) | (293.482) |
Vergur hagnaður | 129.168 | 94.449 |
Aðrar rekstartekjur | 0 | 20.891 |
Útflutningskostnaður | (11.274) | (8.017) |
Annar rekstrarkostnaður | (16.592) | (9.806) |
Rekstrarhagnaður | 101.302 | 97.517 |
Fjáreignatekjur | 3.065 | 3.962 |
Fjármagnsgjöld | (8.847) | (7.575) |
Gengismunur | 1.568 | (20) |
Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld samtals | (4.214) | (3.633) |
Áhrif hlutdeildarfélaga | 2.038 | 805 |
Hagnaður fyrir tekjuskatt | 99.126 | 94.689 |
Tekjuskattur | (19.830) | (19.487) |
Hagnaður ársins | 79.296 | 75.202 |
EBITDA | 117.713 | 93.200 |
Hagnaður á hlut | ||
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut | 0,041 | 0,039 |
Allar tölur eru í þúsundum evra. Til að fara í ársreikninginn smella hér
Yfirlit um heildarafkomu ársins 2022
2022 | 2021 | |
---|---|---|
Hagnaður ársins | 79.296 | 75.202 |
Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé | ||
Liðir sem síðar munu verða endurflokkaðir yfir rekstur: | ||
Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum | (1.145) | 747 |
Áhættuvarnir vegna langtímaskulda | 2.708 | 521 |
Heildarafkoma ársins | 80.859 | 76.470 |
Allar tölur eru í þúsundum evra. Til að fara í ársreikninginn smella hér
Ársreikningur
Efnahagur
Heildareignir samstæðunnar námu 942,9 m€ í árslok 2022. Þar af voru fastafjármunir 664,3 m€ og veltufjármunir 278,5 m€. Í árslok námu heildarskuldir samstæðunnar 490,6 m€ og eigið fé nam 452,3 m€. Eiginfjárhlutfall var því 48,0% en var 50,0% í lok árs 2021.
Efnahagsreikningur 2022
2022 | 2021 | ||
---|---|---|---|
Eignir | |||
Rekstrarfjármunir | 199.008 | 181.496 | |
Óefnislegar eignir | 391.511 | 323.730 | |
Eignarhlutur í hlutdeildarfélögum | 47.363 | 45.437 | |
Langtímakröfur á tengda aðila | 24.980 | 75.347 | |
Aðrar fjárfestingar | 1.478 | 1.536 | |
Fastafjármunir | 664.340 | 627.546 | |
Birgðir | 74.854 | 50.313 | |
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur | 34.074 | 28.270 | |
Kröfur á tengda aðila | 7.644 | 12.888 | |
Handbært fé | 161.975 | 76.889 | |
Veltufjármunir | 278.547 | 168.360 | |
Eignir samtals | 942.887 | 795.906 | |
Eigið fé | |||
Hlutafé | 20.083 | 20.052 | |
Lögbundinn varasjóður og yfirverðsreikningur | 61.686 | 59.431 | |
Þýðingarmunur | (280) | 865 | |
Annað bundið eigið fé | 57.555 | 62.032 | |
Óráðstafað eigið fé | 313.231 | 256.026 | |
Eigið fé | 452.275 | 398.406 | |
Skuldir | |||
Vaxtaberandi skuldir | 136.777 | 258.568 | |
Tekjuskattsskuldbinding | 77.721 | 76.165 | |
Langtímaskuldir | 214.498 | 334.733 | |
Vaxtaberandi skuldir | 230.246 | 26.117 | |
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir | 25.519 | 21.540 | |
Skuldir við tengda aðila | 2.439 | 2.775 | |
Skattar ársins | 17.910 | 12.335 | |
Skammtímaskuldir | 276.114 | 62.767 | |
Skuldir | 490.612 | 397.500 | |
Eigið fé og skuldir samtals | 942.887 | 795.906 |
Allar tölur eru í þúsundum evra. Til að fara í ársreikninginn smella hér
Ársreikningur
Sjóðstreymi
Handbært fé frá rekstri nam 79,0 m€ á árinu 2022 en var 82,5 m€ árið áður. Fjárfestingarhreyfingar voru jákvæðar um 33,4 m€. Fjármögnunarhreyfingar voru neikvæðar um 27,3 m€. Handbært fé hækkaði því um 85,1 m€ og var í árslok 162,0 m€.
2022 | 2021 | ||
---|---|---|---|
Rekstrarhreyfingar | |||
Rekstrarhagnaður ársins | 101.302 | 97.517 | |
Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: | |||
Afskriftir og virðisrýrnun rekstrarfjármuna og óefnislegra eigna | 16.470 | 16.574 | |
Afhent eigin bréf | 2.286 | 0 | |
Hagnaður af sölu aflaheimilda | 0 | (17.813) | |
Hagnaður af sölu eigna | (58) | (3.078) | |
120.000 | 93.200 | ||
Breytingar á rekstrartengdum eignum | (25.101) | 3.984 | |
Breytingar á rekstrartengdum skuldum | 1.697 | (1.582) | |
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum | (23.404) | 2.402 | |
Innheimtar vaxtatekjur | 3.062 | 3.954 | |
Greidd vaxtagjöld | (8.592) | (7.528) | |
Greiddir skattar | (12.062) | (9.490) | |
Handbært fé frá rekstri | 79.004 | 82.538 | |
Fjárfestingarhreyfingar | |||
Fjárfesting í rekstrarfjármunum | (13.544) | (3.749) | |
Söluverð rekstrarfjármuna | 161 | 5.328 | |
Söluverð aflaheimilda | 0 | 22.462 | |
Fjárfesting í aflaheimildum | (466) | (61) | |
Fjárfesting í dótturfélagi að frádregnu handbæru fé | (7.205) | 0 | |
Lánveitingar til tengdra aðila | 53.723 | 0 | |
Afborganir lánveitinga | 0 | 705 | |
Aðrar fjárfestingar | 723 | (151) | |
Fjárfestingarhreyfingar | 33.392 | 24.534 | |
Fjármögnunarhreyfingar | |||
Greiddur arður | (29.276) | (15.534) | |
Skammtímalán | 1.715 | (36.460) | |
Tekin ný langtímalán | 16.984 | 36.473 | |
Afborganir langtímalána | (16.733) | (36.258) | |
Fjármögnunarhreyfingar | (27.310) | (51.779) | |
Hækkun (lækkun) á handbæru fé | 85.086 | 55.293 | |
Handbært fé í ársbyrjun | 76.889 | 21.596 | |
Handbært fé í árslok | 161.975 | 76.889 |
Allar tölur eru í þúsundum evra. Til að fara í ársreikninginn smella hér
Ársreikningur
Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna
Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi ársins 2022 (1 evra = 142,33 ISK) verða tekjur 64,2 milljarður króna, EBITDA 16,8 milljarðar og hagnaður 11,3 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á lokagengi ársins 2022 (1 evra = 151,5 ISK) verða eignir samtals 142,8 milljarðar króna, skuldir 74,3 milljarðar og eigið fé 68,5 milljarðar.
Tölulegt yfirlit 2018-2022
Skattaspor
Skattaspor Brims og íslenskra dótturfélaga
Verðmætasköpun af rekstri samstæðunnar árið 2022 nam 47,3 ma.kr. Fjárhæðinni var ráðstafað til samfélagsins með margvíslegum hætti, s.s. með launagreiðslum til starfsmanna, greiðslum á launatengdum gjöldum, kaupum á aðföngum frá birgjum, greiðslu annarra opinberra gjalda o.s.frv.
Skattbyrði samstæðunnar árið 2022 nam 6,2 ma.kr. eða 13% af verðmætasköpun þess. Um 35% fjárhæðarinnar eru lögboðin gjöld vegna starfsmanna og 40% eru tekjuskattur til greiðslu.
Til viðbótar við þá skatta, sem gjaldfærðir voru hjá félögunum, innheimtu þau og stóðu skil á sköttum og gjöldum sem ekki teljast til gjalda en tengjast þó rekstrinum og þeim verðmætum sem hann skilar með beinum hætti. Slíkir innheimtir skattar námu 4,4 m.kr. árið 2022.
Skattaspor samstæðunnar árið 2022 nam samtals 10,6 m.kr.
Skattaspor (ISK milljónir)
2018 | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | |
---|---|---|---|---|---|
Gjöld félagsins | 2.879 | 3.967 | 4.376 | 5.242 | 6.168 |
Tekjuskattur | 31 | 1.065 | 1.503 | 1.780 | 2.456 |
Veiðigjald | 1.068 | 734 | 454 | 903 | 839 |
Tryggingagjald | 551 | 659 | 650 | 670 | 780 |
Lífeyrissjóður og stéttarfélög | 786 | 987 | 1.137 | 1.234 | 1.346 |
Kolefnisgjald | 206 | 226 | 257 | 271 | 294 |
Afla- og hafnargjöld | 134 | 170 | 225 | 236 | 291 |
Skattar á eignir | 103 | 126 | 150 | 148 | 161 |
Innheimtir skattar | 2.699 | 3.439 | 3.571 | 3.858 | 4.419 |
Skattbyrði starfsfólks | 2.699 | 3.439 | 3.571 | 3.858 | 4.419 |
Skattspor Brims alls | 5.578 | 7.406 | 7.947 | 9.100 | 10.586 |